Trump gefur róttæka vinstrinu á baukinn í ávarpi Bandaríkjaforseta – Pelosi rífur sundur ræðuna

Trump hélt rúmlega klukkustunda ræðu, þegar hann ávarpaði bandaríkjaþing í árlegri ræðu forsetans til þingsins. Það vakti athygli strax að lokinni ræðu forsetans, að forseti þingsins Nancy Pelosi frá Demókrataflokknum reif ræðu forsetans sundur fyrir framan viðstadda. Aðspurð hvað henni hefði gengið til með því, svaraði hún sjónvarpsstöðinni Fox að „þetta var það kureisislegasta sem hægt var að gera miðað við aðstæður” og að hún „hefði reynt að finna eina blaðsíðu með sannleika en ekki fundið neina.”

Var áberandi hvað Demókratar voru fúlir í þingsætum undir ræðu Trumps og lak fýlan bókstaflega af þeim að þurfa að hlýða á mál forsetans.

Hvíta húsið svaraði fljótlega og sagði að „Pelosi hefði rifið sundur síðasta eftirlifandi Tuskegee flugmanninn, barn sem komst lífs af við fæðingu einungis 21 vikna gamalt og syrgjandi fjölskyldur Rocky Jones og Kayla Mueller.”

Mikil umræða er í Bandaríkjunum eftir hegðun þingforsetans sem mörgum þykir vera henni persónulega til skammar og Demókrataflokknum til vansæmdar.

Trump sagðist aldrei „leyfa sósíalismanum að eyðileggja heilsugæslu Bandaríkjanna. Það eru yfir 130 lagasmiðir hér á þinginu sem mæla með löggjöf sem gerðu þjóðina gjaldþrota með því að veita milljónum ólöglegra innflytjenda ókeypis heilsugæslu. Ef ykkur finnst sanngjarnt að þvinga ameríkanska skattgreiðendur til að borga fyrir óendanlega ókeypis heilsugæslu fyrir ólöglega innflytjendur, þá eigið þið að styðja róttæka vinstrið. En ef ykkur finnst að við eigum að verja bandaríska sjúklinga og eldri, standið þá með mér og setjið lög sem banna ókeypis heilsugæslu fyrir ólöglega innflytjendur!”

Undir stjórn Obama fjölgaði fólki sem fékk opinbera matarmiða um 10 miljónir manns.Trump sagði að undir hans stjórn væru 7 miljónir færri á matarmiðum og 10 miljónir hefðu hætt á félagsbótum.  

Trump lýsti stuðningi Bandaríkjamanna við fólkið í Venúsúela. Sagði hann stjórnarandstöðuleiðtogann Juan Guaidó vera eina sanna og réttmætan forseta Venúsúela en Guaidó var gestur þingsins við ávarp forsetans.

„Herra Forseti, vinsamlegast taktu þessi skilaboð með þér til baka til fósturjarðarinnar. Bandaríkjamenn standa sameinaðir með fólki Venúsúela í réttmætri baráttu þess fyrir frelsi!

Sósíalismi eyðileggur þjóðir. En munum ætíð að frelsi sameinar sálir.”

Fleiri gestir mættu í boði þingsins og var útdeilt viðurkenningum til fólks innan hersins, heilsugeirans og annarra fyrir góða frammistöðu og fórnfúst starf,  m.a. var æðstu orðu forsetans úthlutað. Tilfinningarnar fylltu salinn og mikil gleði greip um sig, þegar maður í hernum gekk í salinn og hitti fjölskyldu sína sem hann hafði ekki séð í fleiri mánuði.

Forsetinn sagði frá nýjum samningi við Mexíkó og Kanada sem kæmi í stað „hins hræðilega viðskiptasamnings NAFTA.”

Hlýða má á ræðu Bandaríkjaforseta í fullri lengd hér

Frétt Daily Express um málið

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila