„Það kemur ekki til greina að bretar fái að veiða í íslenskri lögsögu“

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra

Það er alveg skýrt að það kemur ekki til greina að bretar fái að veiða í íslenskri fiskveiðilögsögu í skiptum fyrir fríverslunarsamninga. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Guðlaugur segir að í samningaviðræðum við breta milli landanna hafi það ekki komið til tals að bretum yrði leyft að veiða í íslenskri lögsögu, enda kæmi slíkt aldrei til greina af hálfu íslenskra stjórnvalda

það hefur ekkert slíkt komið upp og mun ekkert slíkt koma upp í viðræðunum við breta, þeir hafa ekki veitt hérna í mjög langan tíma og eins og allir vita fórum við í mjög harðar deilur sem var kallað þorskastríðið, þeir einu sem fá að veiða í okkar lögsögu eru færeyingar, og það eru engar hugmyndir um það af okkar hálfu eða hálfu breta um að þeir fái aðgang að fiskveiðilögsögunni„,segir Guðlaugur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila