Telur valkvætt að fara að niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu: ” Ef við viljum fara að niðurstöðu þessa dómstóls þá getum við gert það”

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það valkvætt að fara að niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. Þetta kom fram í máli Guðlaugs í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Í þættinum var Landsréttarmálið meðal annars til umræðu og þegar Arnþrúður spurði Guðlaug um valdmörk erlendra stofnana hér á landi og hvernig þau valdmörk kunni að birtast í niðurstöðu Landsréttarmálsins sagði Guðlaugur

ef við vlijum fara eftir niðurstöðu þá getum við gert það og við höfum oft gert það“,sagði Guðlaugur.

Þegar Guðlaugur var spurður um hvort það væri álit hans að það væri valkvætt að fara að niðurstöðunni sagði hann

við ráðum þeim málum, það er engin lögsaga mér vitanlega yfir Íslandi en við höfum oft farið að niðurstöðunni“,segir Guðlaugur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila