Heimsmálin: Utanríkisráðherrar Íslands og Rússlands vilja hefja viðskipti á milli Rússlands og Íslands að nýju

Guðlaugur Þór og Sergei Lavrov á fundi þeirra í Moskvu í dag

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hittust á fundi í Moskvu í dag þar sem viðskiptamál og málefni Norðurslóða voru rædd.

Í þættinum Heimsmálin í dag ræddu Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson við Hauk Hauksson en hann hitti Guðlaug Þór í dag og ræddi við hann í tilefni fundarins.

Fram kom í máli Guðlaugs að það væri vilji milli beggja aðila að hefja viðskipti milli ríkjanna að nýju en eins og kunnugt er er í gildi viðskiptabann milli ríkjanna eins og sakir standa.

Haukur segir að bjartsýni hafi einkennt fundinn og augljóst að bæði ríkin vilji eiga áfram í vinsamlegum samskiptum líkt og verið hefur í áratugi og leysa úr þeim flækjum sem viðskiptabannið hefur valdið.

Haukur segir að ef það fari svo að viðskipti hefjist að nýju þurfi að byggja upp ný viðskiptasambönd enda hafi 90% af þeim viðskiptasamböndum sem hafi verið á milli þjóðanna farið forgörðum vegna bannsins. Hlusta má á viðtalið við Hauk í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila