Utanríkisráðherra Póllands hótar Rússlandi öflugri gagnárás ef Rússland beitir kjarnorkuvopnum í Úkraínu

Zbigniew Rau, utanríkisráðherra Póllands, sagði í síðustu viku í NBC fréttaþættinum „Meet the Press“ að viðbrögð við notkun gereyðingarvopna Rússlands í Úkraínu mættu ekki vera kjarnorkuvopn en yrðu engu að síður að vera stórfelld og hrikaleg.

Hótar með „hrikalegum afleiðingum“ NATÓ

Viðbrögð NATO við allri notkun Rússa á taktískum kjarnorkuvopnum þurfa að vera „hrikaleg“ en einungis má nota hefðbundin vopn, þar sem hernaðarhótanir frá Moskvu beinast ekki að NATO, að sögn Zbigniew Rau utanríkisráðherra:

„Eftir því sem við best vitum hótar Pútín að beita taktískum kjarnorkuvopnum á úkraínskri grundu, ekki til að ráðast á NATO, sem þýðir að NATO ætti að bregðast við á hefðbundinn hátt, en viðbrögðin verða að vera hrikaleg. Ég býst við að þetta séu skýru skilaboðin, sem hernaðarbandalagið NATO sendir Rússlandi um þessar mundir.“

Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er á sama máli. Hann varaði við því nýlega, að „afleiðingarnar yrðu skelfilegar“ fyrir Rússa ef þeir beittu kjarnorkuvopnum í Úkraínu og sagði, að þessum skilaboðum hafi verið komið á framfæri við leiðtoga Rússlands bæði opinberlega og í einkasamtölum.

Rússar segjast einungis grípa til kjarnorkuvopna ef tilvist Rússlands verði ógnað

Viðvörunin kemur í kjölfar opinberrar ræðu Vladímírs Pútíns, þegar hann tilkynnti um minni hlutaherkvaðningu í Rússlandi og gagnrýndi háttsetta embættismenn NATO fyrir að gefa í skyn, að notkun kjarnorkuvopna væri réttlætanleg. Pútín lýsti því yfir, að slíku útspili yrði svarað af Rússum og minnti á, að Rússar hefðu sitt eigið vopnabúr af afar öflugum vopnum, sem sum hver hefðu yfirburði yfir vopn Vesturlanda. Pútín sagði:

„Ef landhelgi þjóðar okkar verður ógnað, þá munum við sannarlega beita öllum tiltækum ráðum til að verja Rússland og þjóð okkar. Þetta er ekkert svindl.“

Sergey Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, bendir á:

„Rússar hóta engum með kjarnorkuvopnum. Vísaði hann til rússnesku herkenningarinnar, sem segir að Rússar megi einungis beita kjarnorkuvopnum ef slíkum vopnum eða öðrum gereyðingarvopnum er beitt gegn Rússlandi eða ef Rússar standa frammi fyrir tilvistarógn frá fjandsamlegum ríkjum, sem nota hefðbundin vopn.“

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila