Útgöngubann ekki útilokað – Veiran er alls ekki vægari núna

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Það er mikill misskilningur að veiran sé vægari nú heldur en hún var í fyrstu bylgju faraldursins og það ástand sem nú er uppi í samfélaginu er til marks um það. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Þórólfur bendir á að þær sýkingar sem komið hafa upp núna séu nákvæmlega eins og ekkert sem bendi til þess að einkennin séu vægari. Aðspurður um hvort til greina komi að setja útgöngubann vegna faraldursins segir Þórólfur að slíkt úrræði sé ekki notað nema í algjörri neyð og í raun síðasta úrræðið sem gripið yrði til og því langsótt að því yrði beitt

en maður skal aldrei segja aldrei því við getum ekki vitað fyrirfram hvað gerist í þessum faraldri” segir Þórólfur.


Rafskutlur geta borið smit


Í þættinum var Þórólfur spurður um hvort smit geti mögulega með rafskutlum sem fólk getur tekið á leigu og er víða að finna um borgina. Þórólfur segir að það sé ljóst að rafskutlur geti verið ein smitleið og þess vegna þurfi fólk að gæta þess að handföng séu sótthreinsuð með reglulegu millibili, auk persónuegra sóttvarna auk þess sem ákjósanlegt væri að fólk notaði hanska.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila