Útiloka ekki framboð til þess að fylgja stjórnarskrá Stjórnlagaráðs eftir –  Stærsta heilla og framfaraskref sem þjóðin getur tekið er að taka upp nýja stjórnarskrá Stjórnlagaráðs

Helga Baldvins Bjargar rétt áður en hún afhenti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðhera undirskriftirnar

Það að ný stjórnarskrá Stjórnlagaráðs verði að veruleika er stærsta heillar og framfaraskref sem þjóðin getur tekið og framboð kvenna til þess að fylgja málinu eftir er ekki útilokað. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Helgu Baldvins Bjargar ábyrgðarmanns undirskriftalista til stuðnings stjórnarskrá Stjórnlagaráðs í síðdegisútvarpinu í dag en hún var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Helga greindi meða annars frá því í þættinum að undirskriftirnar sem voru rúmlega 43.000 hafi verið afhentar Katrínu Jakobsdóttur Helga segir að hún sé bjartsýn en býst þó við að Katrín leggi fram tillögur hennar og formannanefndarinnar sem unnið hefur að breytingu á ákvæðum gömlu stjórnarskrárinnar.

Hún segir að málið eigi eðli málsins samkvæmt að vera að kosningamálið og segir ekki útilokað að hópurinn sem stóð að undirskriftasöfnuninni muni bjóða fram til þess að fylgja því eftir að stjórnarskrá Stjórnlagaráðs verði hin nýja stjórnarskrá Íslands.

Hlusta má á viðtalið hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila