Útilokar ekki formannsframboð ef Bjarni hættir

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra útilokar ekki að bjóða sig fram í formannsembætti Sjálfstæðisflokksins ef Bjarni hættir sem formaður. Þetta sagði Guðlaugur aðspurður í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Guðlaugur þykir hafa styrkt stöðu sína verulega innan flokksins eftir sigurinn í prófkjörinum um liðna helgi og horfa fjölmargir til Guðlaugs sem næsta formannsefni flokksins en Guðlaugur einn af reynslumestu mönnum innan flokksins.

Í þættinum var Guðlaugur einnig spurður að því hvort menn hefðu haft við hann samband í þeim tilgangi að hvetja hann í formannsframboð og þá svaraði Guðlaugur því til að það væri alltaf gott að finna stuðning sinna flokksfélaga og að ekkert væri útilokað í þessum efnum.

Hlusta má á viðtalið við Guðlaug í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila