Útilokunarmenningin rústaði tilveru Kristins – Þurfti að selja húsið fyrr en ég ætlaði

Kristinn Sigurjónsson rafmagnsverkfræðingur og fyrrverandi lektor við Háskólann í Reykjavík segir útilokunarmenninguna hafa nánast rústað tilveru hans fyrir það eitt að hafa nýtt tjáningarfrelsi sitt á lokuðum hópi á Facebook. Hann segir mál séra Gunnars Sigurjónssonar í Digraneskirkju vera hliðstæðu við hans mál þar sem presturinn missti starf sitt fyrir að tjá sig líkt og Kristinn gerði á sínum tíma.

Kristinn segir að upphaf hans máls megi rekja til þess að hann hafði um árabil gagnrýnt harðlega umgengnistálmanir sem yfirvöld hafa látið óátaldar allt frá upphafi og fór gagnrýni Kristins illa í femínista. Síðar hafi hann tjáð sig á lokuðum spjallvef þar sem rætt var um konur og hafði Kristinn á orði hvort ekki væri bara best að aðskilja kynin og að konur eyðilegðu karla. Fyrir ummælin var hann klagaður til yfirmanna hans í HR og var leystur frá störfum fyrir vikið. Því segir Kristinn að hann skilji vel þá stöðu sem séra Gunnar sé í nú um stundir.

„hann nefnir þarna að það sé kostur að ráða konur sem geti ekki eignast börn og hann gerir þetta á lokaðri kaffistofu i spjalli þar við fólk, þarna er hann einfaldlega að virða sjónarmið sem er búið að vera landlægt, það er þegar ungar konur eru ráðnar í vinnu þá geta þær orðið óléttar á meðan ráðningartíma stendur og fara í fæðingarorlof eins og lífið er, en ég ræddi einu sinni við konu sem var tannlæknir og hún var orðin mjög þreytt á því að ráða til sín stúlkur sem urðu svo ófrískar stuttu síðar, þetta er mjög dýrt og tímafrekt fyrir fyrirtæki sem er með sérhæft starfsfólk“.

kristinn segir að hann telji að ummæli prestsins hafi ekki verið einelti heldur hafi hann eingöngu sagt þetta kærskni í umhverfi þar sem hann taldi að óhætt væri að láta slík ummæli falla.

Hvað teymi þjóðkirkjunnar bendir Kristinn á að í teyminu sé meðal annars kona sem sé starfsmaður Bjarkarhlíðar en þar séu karlmenn gjarnan litnir hornauga og lítið gert úr þeim karlmönnum þar sem leita þangað sem þolendur.

Aðspurður um hvaða áhrif mál Kristins hafi haft á líf hans segir hann að málið hafi nánast rústað tilveru hans og hann hafi þurft að selja hús sitt fyrr en hann ætlaði sér.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila