Útilokunarstefnu beitt gagnvart Rússum markvisst – Öllu snúið á haus

Vladimir Putin forseti Rússlands

Útilokunarstefnu er markvisst beitt gagnvart Rússum á hinum ýmsu sviðum af fjölda ríkja að ósekju á meðan önnur ríki eru látin komast upp með mannréttindabrot og þöggun án nokkurrar gagnrýni.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Fram kom í þættinum að í viðtali Arnþrúðar Karlsdóttur við Guðlaug Þór Þórðarson á Útvarpi Sögu í síðasta mánuði hafi Guðlaugur sagt Rússa hafa sett viðskiptabann á Íslendinga þegar sannleikurinn er sá að Ísland tók þátt í refsiaðgerðum gagnvart Rússlandi ásamt Evrópusambandinu með því að setja viðskiptabann.

Haukur segir að þetta sé einfaldlega sögufölsun hjá Guðlaugi og sé í raun ráðamönnum á Íslandi til minnkunar. Bendir Haukur á að andúðin í garð Rússa hafi ekki eingöngu verið sýnd með viðskiptabanni heldur hafi ráðamenn til dæmis sniðgengið HM þegar það var haldið í Rússlandi og að gjörðir ráðamanna tali sínu máli.

Þá segir Haukur að ráðherra ætti að horfa til Úkraínu þegar kemur að mannréttindabrotum, þar hafi meðal annars verið með markvissum hætti verið þaggað niður í fjölmiðlum sem ekki séu stjórnvöldum þar í landi þóknanlegir.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Viðtal Arnþrúðar Karlsdóttur við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra frá því 15.febrúar og vitnað er í, í fréttinni má heyra hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila