Heimsmálin: Markvisst verið að mynda gjá milli elítunnar og almúgans

Markvisst er verið að mynda gjá milli elítunnar og almúgans í Evrópu, þetta megi sjá birtast með ýmsum hætti. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli  Hildar Sifjar Thorarensen rithöfundar í Noregi í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hún var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Hildur bendir á að að það færist í aukanna að ekki sé hlustað á kröfur almennings um ýmis mál, til dæmis megi sjá nærtækt dæmi um vegtolla í Noregi sem almenningur er mjög ósáttur við, auk þess sem reynt sé að egna hinum almenna borgara gegn hverjum öðrum

til dæmis með því að leggja að landsmönnum að njósna hver um annan og tilkynna til yfirvalda ef fólk fær minnstu hugmynd um að einhver sé að fara gegn reglum, til dæmis í bótakerfinu og veikindarétti, það er óeðlilegt að það sé verið að gera borgarana að óvinum hvers annars„,segir Hildur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila