Útvarp Saga sigraði í spurningakeppni fjölmiðlanna

Magnús Þór Hafsteinsson og Kolfinna Balvinsdóttir

Lið Útvarps Sögu sigraði glæsilega í hinni árlegu spurningakeppni fjölmiðlanna sem fram fór um páskahátíðina. Lið Útvarps Sögu var skipað þáttastjórendunum Kolfinnu Baldvinsdóttur og Magnúsi Þór Hafsteinssyni.

Þau unnu alla mótherja sína, meðal annars Visir.is Stöð 2, Bylgjuna og X-ið, K-100, RÚV og Viðskiptablaðið.

Í lokaviðureigninni sem var æsispennandi mættust lið Útvarps Sögu og lið Viðskiptablaðsins sem endaði með öruggum sigri Útvarps Sögu, sem hafði fram að því átt mikilli velgengni að fagna í keppninni.

Alls tóku 16 lið þátt í keppninni að þessu sinni, þau voru:

Morgunblaðið
Frjáls verslun
DV
RÚV, Rás2 og Rás1
Birtingur
K-100
Stundin
Sýn útvarp
Hringbraut
Fótbolti.net
Fréttablaðið
Viðskiptablaðið
Fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjan, X-Ið og Vísir
Útvarp Saga
Kjarninn
RÚV fréttastofa

Við óskum keppnisliði Útvarps Sögu, þeim Kolfinnu Baldvinsdóttur og Magnúsi Þór Hafsteinssyni til hamingju með glæsilegan sigur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila