„Vandamálin krefjast víðtækra og umfangsmikilla aðgerða af hálfu alls samfélagsins – ástæða fyrir yfirvöld að vera á varðbergi”

Fátt hefur verið rætt um annað síðustu vikuna í Svíþjóð en ummæli vararíkislögreglustjórans, Mats Löfving, um 40 ættbálka sem flutt hafa til Svíþjóðar í þeim eina tilgangi að fremja glæpi.

Umræðurnar um ummæli aðstoðar ríkislögreglustjóra Mats Löfving um ættbálka glæpasamfélög í Svíþjóð hafa orðið gríðarlegar í Svíþjóð síðustu viku. Hafa margir aðilar í samfélaginu öllu, stjórnmálamenn, fólk í ríkisgeiranum og leikmenn látið til sín taka og rætt um ástandið. Vakti það mikla athygli þegar þingið opnaði að forsætisráðherra Svíþjóðar Stefan Löfven svaraði fyrirspurn Jimmie Åkesson leiðtoga Svíþjóðardemókrata um að samband væri á milli mikilis innflutning fólks og glæpavandans í Svíþjóð.

Mats Löfving aðstoðar ríkislögreglustjóri Svíþjóðar var gestur í sænska sjónvarpinu sunnudagskvöld og ítrekaði að „lögreglan vill fá opnar umræður. Þau vandamál sem við sjáum núna krefjast víðtækra og umfangsmikilla aðgerða af hálfu alls samfélagsins á þolinmóðan hátt.”

Fullyrðing Löfvings um ættbálkana 40 sem flutst hafa til Svíþjóðar til að stunda glæpaiðju segir hann byggjast á skýrslu um málið sem „leiðir fram til þeirrar niðurstöðu að um 40 fjölskyldur, ættir, bálkar með glæpastarf að lífsviðurværi notast við ættbálkinn sem grundvöll til að fremja afbrot. Þeir vilja hafa áhrif á hið opinbera fyrir eigin vinning. Það er ástæða fyrir yfirvöld að vera á varðbergi.” Hann vildi ekki svara spurningunni um hvort slíkir glæpamenn væru á þingi Svíþjóðar.

Ýmsir sérfræðingar og raddir innan lögreglunnar efast um fullyrðingar Löfvings og telja að margir hafi flutt til Svíþjóðar án þess að hafa glæpamennsku að leiðarljósi þótt síðar hafi orðið. Löfving sagði að líkt og þegar skýrsla lögreglunnar um „útsettu svæðin” kom í Svíþjóð 2015 væri lögreglan núna að fókusera á og glíma við glæpasamfélög ættbálka. Sagði hann að það skipti ekki lögregluna máli hvaða nöfn hlutunum væru gefin svo lengi sem fólk sameinaðist í því að leysa vandann. Benti hann á að hlutverk lögreglunnar væri að fást við glæpamennina.

„Þúsund nálastungu aðgerð” þýsku lögreglunnar í viðureign við glæpafjölskyldur í Þýskalandi

Frank Richter lögreglustjóri Essen í Þýskalandi leiðir „Þúsund nálastungu aðgerðina” gegn glæpasamfélögum ættbálka í Þýskalandi, sem gengur út á að „stöðugt stinga” á glæpastarfseminni.

Sænska sjónvarpið sagði frá baráttu þýsku lögreglunnar við glæpastörf ættbálka en bara í Ruhr héraðinu eru yfir 100 slíkir. Frank Richter lögreglustjóri Essen segir að „fyrir glæpafjölskyldurnar fjallar málið um peninga. Og maður þarf bara að fylgja slóð peninganna. Aðgerðin þúsund nálstungur þýðir að við við höldum áfram að plokka undan þeim á meðan þeir brjóta reglur okkar.”

Þýska lögreglan gerir stöðugt atllögu að spilahöllum, næturklúbbum, börum og shisha-kaffihúsum þar sem reyktar eru vatnspípur. Markmiðið er að berjast gegn ólöglegum spilavítum, eiturlyfjasölu og peningaþvætti. Allt nánara samstarf hefur þróast milli skattsins, rannsakenda fjármálaglæpa og tollsins. Richter segir: „Við verðum að sýna nærveru okkar, sýna að ríkið er sterkt og það sé enginn möguleiki til staðar fyrir hliðarsamfélög eða öðrum réttarfarskerfum.”

Sænska sjónvarpið tók viðtal við einn „ættarhöfðingjann” sem sagði það „rasisma af hálfu lögreglunnar að eltast við sig og fjölskylduna í stað þess að meðhöndla fjölskylduna eins og aðra eins og t.d. Spánverja, Grikki eða Pólverja.”

Kortið sýnir hvaðan 45 ættbálkar hafa komið sem stunda glæpastörf í Ruhr héraði í Þýskalandi.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila