Vandinn í Úkraínudeilunni er margþættur og staðan mjög þung

Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra

Vandinn sem menn standa frammi fyrir í deilunni er margþættur og sú staðreynd gerir stöðuna mjög erfiða og þunga. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Alberts Jónssonar fyrrverandi sendiherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Albert segir liðssafnað rússa á svæðinu vera stóra málið og hvernig hann hefur þróast og mun þróast, það hafi samt sem áður gerst áður en nú sé hins vegar önnur staða uppi. Nú séu rússar með mjög ákveðnar skriflegar kröfur um hvað þeir vilji, þær sé ekki hægt að samþykkja af hálfu mótaðilana.

„en það hvernig þær eru settar fram, hvernig rússar tala um þær og að þeir segi að það verði að ganga að þessum kröfum, um leið er ljóst að vesturveldin og NATO geta það ekki, þetta er því áhyggjuefni, það er að segja hversu ákveðnar kröfurnar eru, hvernig þær eru settar skriflega fram, með öðrum orðum þá er afar erfitt fyrir rússa að bakka út úr þessu“

Þá segir Albert að annað áhyggjuefni séu þær auknu efnahagsþvinganir sem hótað sé að beita gagnvart rússum, miklar efasemdir sé um trúverðugleika þeirra hótana.

„þannig það sem upp úr stendur er að ekki er mikil bjartsýni á að ekki verði hægt að finna málamiðlun og hins vegar þessi liðssafnaður rússa“.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila