Vandræðalegt að Bandaríkin gagnrýni stöðu mannréttinda í Rússlandi á meðan þau eru í ólestri hjá þeim sjálfum

Joe Biden og Vladimir Putin

Það má búast við að Joe Biden muni setja fram gagnrýni á hendur rússum hvað mannréttindamál varðar þegar Joe Biden og Vladimir Putin hittast á fyrirhuguðum leiðtogafundi.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var þar viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Haukur segir Pútín vera afskaplega rólegan og afslappaðan yfir þessum fyrirhugaða fundi þrátt fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar Bandaríkjaforseta í garð rússneskra stjórnvalda.

Haukur segir að Pútín muni hafa svör á reiðum höndum verði hann spurður út í mannréttindamálin og þá megi búast við því að Pútín muni gagnspyrja Joe Biden, en sennilega verði erfiðara fyrir Biden að svara þeirri spurningu, enda sé víða blettir á nútímasögu Bandaríkjanna þegar kemur að mannréttindum.

Eitt þekktasta dæmið um þá gagnrýni sem beinst hefur gegn Bandaríkjunum er framkoma stjórnvalda þar í garð Chelsea Manning, sem áður hét Bradley Manning, og þá benda margir á framkomu yfirvalda í garð Julian Assange en tvímenningarnir komu upp í sameiningu upp um stríðsglæpi bandarískra hermanna í miðausturlöndum.

Ólíkt Bandaríkjamönnum hefur forseti Rússlands skotið skjólshúsi yfir uppljóstrara en eins og kunnugt er veitti Pútín Edward Snowden rússneskan ríkisborgararétt á sínum tíma en hann var á þeim tíma hundeltur af bandarískum yfirvöldum.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila