Vara við grjóthruni í fjöllum á Suðvesturlandi vegna skjálftanna

Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við grjóthruni í fjöllum og bröttum hlíðun á Suðvesturlandi,

Þá segir í tilkynningunni að aukin hætta sé á slíku grjóthruni við þær aðstæður sem nú eru uppi og að það hafi þegar verið tilkynnt um grjóthrun á nokkrum stöðum á SV-landi. Fólki er bent á að fara varlega í bröttum hlíðum, nálægt bröttum sjávarbjörgum og forðast svæði þar sem grjót getur hrunið.

Skjálftahrinan hefur haldið áfram í nótt en aðeins hafi dregið úr stærri skjálftum. Þeir gætu þó tekið sig upp að nýju og því þurfi fólk að hafa varann á og færa þunga hluti sem gætu fallið við stórann skjálfta á öruggan stað. Sérstaklega er fólk hvatt til að gæta þess að sofa ekki undir þungum hlutum sem gætu til dæmis fallið af hillu.

Deila