Varað við grjóthruni í fjöllum og sprungum á vegum á Reykjanesi

Vegagerðin og lögreglan hafa sent frá sér tilkynningar þar sem varað er við afleiðingm jarðhræringana á Reykjanesi sem staðið hafa yfir í tæpar þrjár vikur. Annars vegar er um að ræða sprungur á Suðurstrandavegi sem myndast hafa í skjálfunum og þá varar lögregla við grjóthruni úr fjöllum og björgum á svæðinu.

Í dag hefur verið fremur rólegt ástandið á Reykjanesi og hafa engir skjálftar þar mælst yfir þremur að stærð síðan í gærkvöld. Jarðvísindamenn segja að losnað hafi um talsverða spennu þegar stóri skjálftin reið yfir á sunnudag en búast megi við að virknin taki sig upp að nýju eftir því sem þrýstingur í kvikugangnum eykst.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila