Varað við hækkun á styrkleika köfnunarefnisdíoxíðs og svifryks í dag og í fyrramálið

Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) og svifryks (PM10) var nokkuð hár í borginni í morgun, 6. apríl samkvæmt mælingum í mælistöðvunum við Grensásveg og Bústaðaveg/Háaleitisbraut og verður það líklega aftur síðdegis og í fyrramálið. Borgarbúar eru hvattir til að skilja bílinn eftir heima á morgun og nýta aðra fararmáta til og frá vinnu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfis og skipulagssviði Reykjavíkur.

Í tilkynningunni segir að klukkan 10 í morgun hafi styrkur svifryks á Grensásvegi numið 102 míkrógrömmum á rúmmetra og köfnunarefnisdíoxíðs 28 míkrógrömmum á rúmmetra. Í mælistöðinni í Bústaðaveg/Háaleitisbraut var styrkur svifryks 104 míkrógrömm á rúmmetra og köfnunarefnisdíoxíðs 14 míkrógrömm á rúmmetra. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk PM10 50 míkrógrömm á rúmmetra og fyrir köfnunarefnisdíoxíð eru 75 míkrógrömm á rúmmetra

Köfnunarefnisdíoxíðmengun kemur frá útblæstri bifreiða og er mest á morgnanna og í eftirmiðdaginn þegar umferð er mest. Köfnunarefnisdíoxíð veldur ertingu í lungum og öndurvegi. Þá segir að uppspretta svifryks sé uppspænt malbik, jarðvegsagnir, salt og sót úr útblæstri bifreiða.

Borgarbúar hvattir til þess að geyma bílinn heima á morgun

Í tilkynningunni kemur fram að Mmars og apríl hafi oft reynst erfiðir hvað svifryksmengun varðar á Höfuðborgarsvæðinu. Nú sé hæg­ur vind­ur og göt­ur þurr­ar, en ráðgert var að þrífa götur í dag en það frestast sökum frostakafla sem nú stendur yfir. Búist er við svipuðum veðurfarsaðstæðum áfram og því lík­ur á svifryks- og köfn­un­ar­efn­is­díoxíðmeng­un einkum við um­ferðargöt­ur núna seinni partinn og í fyrramálið. Borgarbúar eru því hvattir til þess að geyma bílinn í fyrramálið eigi þeir þess kost og fari með öðru móti til og frá vinnu. Þannig geti þau sem eru viðkvæm í öndunarfærum og börn notið útivistar betur. 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila