Í gæsluvarðhaldi til 11.ágúst vegna brunans á Bræðraborgarstíg

Karlmaður sem grunaður er um að hafa verið valdur að brunanum við bræðraborgarstíg þar sem þrír einstaklingar fórust verður í gæsluvarðhaldi að minnsta til 11.ágúst næstkomandi en ekki 6.ágúst eins og lögregla hafði tilkynnt um áður.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Maðurinn hefur verið í haldi lögreglu frá því bruninn varð og ekki er ljóst enn á þessari stundu hvort farið verður fram á lengra gæsluvarðhald yfir honum. En ákvörðun um hvort lögregla geri kröfu um lengra varðhald mun væntallega liggja fyrir í næstu viku.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila