Varpar ljósi á viðhorf útlendinga í garð íslendinga í aldanna rás í nýrri bók

Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur.

Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur hefur sent frá sér nýja bók þar sem varpað er ljósi á viðhorf útlendinga í garð íslendinga og einnig grænlendinga allt frá miðöldum til dagsins í dag. Sumarliði var gestur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar í síðdegisútvarpinu í dag þar sem hann sagði frá efni bókarinnar.

Hann segir viðhorfin í garð eyjanna tveggja vera á öllu litrófinu allt frá því að eyjarnar séu nánast óbyggilegar og að þar búi einungis villimenn til þess að eyjarnar séu fjársjóðseyjar og að þar búi mjög gott fólk. Í bókinni sem ber heitið: Í fjarska norðursins: Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár greinir Sumarliði frá viðhorfum fólks til eyjanna, ótrúlegum ýkjusögum um þær, sem hann meðal annars sagði að yrðu að vera ótrúlegar til að einhver tryði þeim.

Þá greindi Sumarliði frá því að ýkjusögurnar hafi ekki endilega verið slæmar því þær hafi veitt ákveðin tækifæri, til dæmis hafi þær ýtt undir að þær var farið að skráseta þær og þannig hafi orðið til skáldsögur um landið sem fékk kynningu fyrir vikið.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila