Vaxandi glæpamennska, skotárásir og sprengingar í Svíþjóð – hömlulausir fólksinnflutningar og léleg aðlögun megin ástæður

Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar Anders Thornberg segir vaxandi glæpi grafalvarlegt mál fyrir Svíþjóð. Enn vantar mikið upp á, að lögreglan fái þá aðstoð stjórnvalda sem hún þarf til að geta tekist á við vandann.

Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar, Anders Thornberg, segir að miklir fólksinnflutningar til Svíþjóðar og léleg aðlögun að sænska samfélaginu séu helstu ástæður þess, að glæpamennskunni hefur vaxið fiskur um hrygg á seinni árum. Frá þessu greinir Svenska Dagbladet.

Árin 2020 og 2021 voru um 100 manns drepnir í skotárásum í Svíþjóð. Anders Thornberg sagði í ræðu á Öryggisráðstefnunni Fólk og Varnir:

„Gróf skipulögð glæpastarfsemi, vopnað ofbeldi og sprengingar eru stærsta viðfangsefni sænsku lögreglunnar og alls samfélagsins. Uppgjör glæpahópa í skotárásum og sprengingum eru tákn þess, að glæpastarfsemin hefur aukist í umfangi.“

Fóru í 24.000 útköll vegna sjálfsmorða í fyrra

Ríkislögreglustjórinn segir ástandið grafalvarlegt:

„Ástæðurnar eru ýmsar. Mikil aukning eftir eiturlyfjum, hröð tækniþróun og stafræn tækni, aukinn fólksinnflutningur og skortur á aðlögun innflytjenda að samfélaginu.“

Thornberg vill sjá aukna félagslega þjónustu í útsettum hverfum og hærri refsingu fyrir skipulagða glæpastarfsemi. Hann segir of mikinn tíma lögreglunnar fara í að annast geðveika og útúrdrukkna:

„Það eru mjög margt ungmenna, ungir drengir og ungar stúlkur, sem líður mjög illa í landinu okkar. Við þurftum að fara í 24 þúsund útköll í fyrra vegna sjálfsmorða.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila