Vaxtahækkun Arionbanka á verðtryggðum fasteignalánum var ólögmæt

Neytendastofa hefur úrskurðað að vaxtahækkun Arionbanka á verðtryggðum fasteignalánum sem upphaflega voru upphaflega veitt af Frjálsa fjárfestingabankanum hafi verið ólögmæt. Í skilmálum bankans sem lánunum fylgdu og sneru að vaxtaendurskoðun sagði meðal annars 

Kröfuhafa er heimilt að liðnum 5 árum frá útgáfudegi, og þar á eftir á 5 ára fresti, að endurskoða ofangreint vaxtaálag til hækkunar eða lækkunar á vöxtum. Ákveði kröfuhafi að breyta vaxtaálaginu verður skuldara tilkynnt um það og ástæður þess tilgreindar. Vilji skuldari ekki una breytingunni er honum heimilt að greiða upp skuldina, án uppgreiðslugjalds, með því vaxtaálagi sem í gildi var fram að breytingunni, enda greiði hann skuldina að fullu innan 30 daga frá dagsetningu tilkynningar kröfuhafa.

Í niðurstöðu Neytendastofu kemur fram að ekki kæmi fram í skilmálunum við hvaða aðstæður vextir gætu breyst og því væru skilmálarnir sem upphaflega voru settir fram af Frjálsa fjárfestingabankanum óskýrir og því væri niðurstaðan sú að vaxtaækkanir á lánunum væru ólögmætar.

Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent frá sér fréttatilkynningu og vakið athygli á stöðunni og hvetja almenning sem hafa tekið slík lán að skoða vel réttarstöðu sína og bjóða samtökin fram aðstoð sína við almenning vegna málsins.

Samtökunum er ekki kunnugt um hvort Arion banki hafi að sínu eigin frumkvæði rétt hlut annarra viðskiptavina með sambærileg lán. Reyndar hefur bankinn alfarið hafnað því að upplýsa samtökin um slík atriði, en þó liggur fyrir að um talsverðan fjölda lána er að ræða.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila