Veðurspá dagsins: Léttir til á landinu

Eftir vætusama viku sem einkennst hefur af skriðuföllum og gulum viðvörunum er nú loks farið að létta til. Í dag verðir að mestu skýjað og rigning á stöku stað en á morgun fer sólin loks að láta sjá sig en það verður talsvert hvasst austan til. Komandi vika verður kaflaskipt og ýmist rigning eða sól á víxl.

Höfuðborgarsvæðið

Suðaustan og austan 3-8 m/s og skúrir, hiti 5 til 10 stig. Norðaustlægari í kvöld, styttir upp og kólnar.
Bjartviðri á morgun og hiti 3 til 7 stig.

Faxaflói

Suðaustan 5-10 og skúrir. Hiti 5 til 10 stig. Snýst í norðaustan 5-13 eftir hádegi á morgun, og styttir upp og kólnar annað kvöld.

Landið allt næstu daga

Á sunnudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt, en norðvestan 8-13 m/s austast á landinu. Bjart með köflum, en skúrir eða él á stöku stað. Hiti 0 til 7 stig að deginum, svalast í innsveitum NA-lands.

Á mánudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-8 og skýjað með köflum, en dálitlar skúrir við N- og V-ströndina. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:
Breytileg átt 3-10 og dálítil væta á víð og dreif. Hiti 2 til 9 stig.

Á miðvikudag:
Norðaustlæg átt og rigning með köflum, en dálítil slydda eða snjókoma á N-landi. Kólnar í veðri.

Á fimmtudag:
Norðlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri. Hiti kringum frostmark.

Á föstudag:
Útlit fyrir suðvestanátt með lítilsháttar vætu á S- og V-landi, en björtu veðri eystra. Hlýnandi.

Fylgjast má með þróun veðurs í rauntíma með því að smella hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila