Veðurspá dagsins: Sólin lætur loks sjá sig eftir rigningartíð

Það eru eflaust margir farnir að þrá að fá sólardaga eftir alla þá rigningartíð sem verið hefur að undanförnu og þá munu þeir eflaust gleðjast um helgina. Spáð er skýjuðu veðri á laugardag en á sunnudag verður nokkuð bjart á köflum um allt land ef spárnar ganga eftir, en þrátt fyrir sólina verður ekki sérlega hlýtt eða rétt um fimm til sjö stig víðast hvar.

Höfuðborgarsvæðið

Snýst í suðlæga átt 8-15 og rofar til, en dálítil rigning síðdegis. Hiti 5 til 10 stig.

Faxaflói

Norðaustan 10-18 m/s, hvassast á Snæfellsnesi og rigning með köflum. Suðlægari og styttir upp í nótt. Suðaustan 8-15 m/s á morgun, og rigning seinnipartinn. Hiti 5 til 10 stig.

Landið allt næstu daga

Á sunnudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt, en norðvestan 5-13 m/s A-til. Bjart með köflum, en skúrir á stöku stað. Hiti 0 til 7 stig að deginum, svalast í innsveitum NA-lands.

Á mánudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-8 og bjart með köflum, en lítilsháttar væta NV-til. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:
Gengur í austan og norðaustan 5-13 með rigningu, en úrkomulítið á N- og A-landi. Hiti 2 til 8 stig.

Á miðvikudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt og rigning, en slydda eða snjókoma um landið N-vert. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag:
Norðlæg átt og bjartviðri, en dálítil él um landið NA-vert. Kólnandi.

Fylgjast má með þróun veðurs í rauntíma með því að smella hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila