Veðurspá: Hvessir fyrir norðan og vestan

Nú ættu þeir sem eru með lausamuni í görðum eða á svölum að huga að þeim því hvessa tekur á landinu á morgun og það hressilega. Búist er við því að norðanlands geti vindur náð allt að 23 metrum á sekúndu og fyrir vestan rétt yfir 20 metra á sekúndur. Hafa skal í huga að þær tölur eru aðeins viðmið og gætu hugsanlega verið hærri.

Höfuðborgarsvæðið

Norðlæg átt 8-15 m/s og birtir til eftir hádegi. Hæg breytileg átt og léttskýjað á morgun, en suðvestan 5-10 og þykknar upp annað kvöld. Hiti 3 til 7 stig, en líkur á næturfrosti.

Faxaflói

Snýst í norðaustan 8-15 og birtir til eftir hádegi. Hiti 2 til 7 stig, en víða næturfrost. Hæg breytileg átt og léttskýjað á morgun, en suðvestan 5-10 og þykknar upp annað kvöld.

Landið allt næstu daga

Á föstudag:
Vestlæg átt 8-15 m/s, en lægir með morgninum. Bjartviðri SA-lands, annars víða skúrir eða slydduél. Hiti 1 til 7 stig, en kólnar síðdegis.

Á laugardag:
Norðaustan og austan 5-13, en hvessir syðst á landinu eftir hádegi. Rigning eða slydda með köflum og hiti 2 til 6 stig, en dálítil snjókoma um landið N-vert með hita í kringum frostmark.

Á sunnudag:
Gengur í hvassa norðaustanátt með slyddu eða snjókomu, en rigningu syðst. Úrkomuminna N-lands fram á kvöld. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:
Ákveðin norðaustanátt og slydda eða snjókoma, en hægari vindur og rigning S- og A-lands. Hiti 0 til 8 stig.

Á þriðjudag:
Norðlæg átt og snjókoma, en þurrt um landið S-vert. Kólnandi veður.

Fylgjast má með þróun veðurs í rauntíma með því að smella hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila