Veðurspá: Óveðrið gengur niður síðdegis

Eftir veðurhvellinn í nótt sem hélt vöku fyrir mörgum mun taka að lægja upp úr hádegi og á veðrið að vera að mestu gengið niður síðdegis. Lægðin sem nú gengur yfir er sú fimmta á árinu og má líklegt vera að margir séu orðnir þreyttir á lægðaröðinni.

Höfuðborgarsvæðið

Gengur í suðvestan 15-23 m/s með éljagangi, en fer að lægja eftir hádegi og styttir smám saman upp, 3-10 í kvöld. Hiti nærri frostmarki. Gengur í suðaustan 8-15 með snjókomu í fyrramálið, en suðlægari og slydda eða rigning síðdegis. Hiti 0 til 5 stig.

Faxaflói

Suðvestan 13-20 m/s og él, en 15-23 í nótt. Hiti nærri frostmarki. Minnkandi vestanátt eftir hádegi og rofar til, 5-10 um kvöldið.

Landið allt næstu daga

Á laugardag:
Norðvestlæg átt, 8-15 m/s og snjókoma um landið vestantil í fyrstu en austantil síðdegis. Hægari og él vestantil síðdegis en vaxandi norðvestanátt austantil um kvöldið. Kólnandi veður.

Á sunnudag:
Vestlæg eða breytileg átt og él en gengur í suðvestan 13-18 m/s með snjókomu eða slyddu og síðar rigningu og hlýnandi veðri eftir hádegi. Heldur hægari og þurrt norðaustantil fram á kvöld.

Á mánudag:
Suðvestan 10-18 m/s og rigning en skýjað með köflum og þurrt um landið austanvert. Hiti 3 til 8 stig.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir vestlæga átt með rigningu eða slyddu, en síðar snjókomu eftir hádegi en úrkomulítið austantil fram eftir degi. Kólnandi veður.

Á miðvikudag:
Líklega norðvestlæg átt með dálitlum éljum, en bjartviðri sunnan heiða. Talsvert frost.

Fleira tengt efni

Deila