Veðurspáin: Gul viðvörun á Austurlandi og Suðausturlandi

Næsta sólarhringinn einkennist veðrið á Austurlandi helst af hvassviðri sem þar gengur yfir, snörpum vindhviðum við fjöll og skafrenning á heiðum og til fjalla. Rólegra verður í öðrum landshlutum en þó talsverð rigning á stöku stað.

Viðvaranir

Austfirðir

Norðvestan stormur eða rok, 20 – 28 m/s. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll staðbundið yfir 35 m/s. Skafrenningur líklegur til fjalla og afmarkaðar samgöngutruflanir líklegar og fólk er hvatt til að sýna aðgát.

Suðausturland

Norðan og norðvestan stormur eða rok, 23 – 28 m/s undir Vatnajökli. Búast má við mjög snörpum vindhviðum staðbundið yfir 45 m/s. Búast má við samgöngutruflunum og eru afmarkaðar lokanir á vegum líklegar. Fólk er hvatt til að sýna aðgát.

Veðurspá næsta sólarhringinn

Höfuðborgarsvæðið

Vestan 5-13 m/s og rigning eða súld með köflum og hiti 2 til 6 stig. Norðlægari síðdegis, rofar til og kólnar, frystir seint í kvöld. Hæg norðlæg átt og léttskýjað á morgun. Frost 0 til 5 stig.

Faxaflói

Vestan 5-10 m/s, rigning og hiti 1 til 5 stig. Snýst í norðan 8-13 og léttir til seinnipartinn. Breytileg átt, 3-8 m/s og bjart með köflum á morgun. Frost 3 til 10 stig.

Landið allt næstu daga

Á laugardag:
Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og él, en skýjað og þurrt að kalla austanlands. Frost 1 til 9 stig, en hlánar við suður- og vesturströndina er líður á daginn.

Á sunnudag:
Suðaustan og austan 5-13 m/s með rigningu eða slyddu og hita kringum frostmark, en snjókomu og vægu frosti á Norðaustur- og Austurlandi.

Á mánudag:
Austan og norðaustanátt með éljum á N- og A-lands, en annars bjart. Suðlægari vindur með slyddu eða snjókomu seinnipartinn. Frost 0 til 6 stig.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir breytilega átt með snjókomu, en slyddu eða rigningu suðvestanlands. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag (fullveldisdagurinn):
Líklega suðaustanátt með slyddu eða snjókomu, en lengst af þurrt norðaustanlands.

Fylgjast má með þróun veðurs í rauntíma með því að smella hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila