Veðurspáin: Sólríkt á landinu í dag

Það er hætt við að margir eigi eftir að gleyma því í dag að það sé komið haust því mjög sólríkt verður um allt land í dag. Sælan verður þó skammvinn því á morgun taka ský að skyggja á sólu á ný og rigningar mun verða vart sums staðar á landinu, einkum suðvestan til. Um helgina verður úrkoma í formi rigningar nokkuð áberandi og þá fer að snjóa á miðhálendinu og eðli málsins samkvæmt mun þar verða kaldast eða um tveggja stiga frost.

Höfuðborgarsvæðið

Hæg breytileg átt og léttskýjað í dag, hiti 0 til 5 stig. Suðvestan 5-10 og þykknar upp í kvöld, dálítil rigning í nótt og á morgun og hiti 5 til 7 stig.

Faxaflói

Norðan 8-13, en lægir í nótt. Suðvestan 5-10 og skýjað annað kvöld. Hiti 1 til 6 stig, en víða næturfrost.

Landið allt næstu daga

Á laugardag:
Norðaustan og austan 5-13 m/s, en 10-18 NV-til og einnig syðst á landinu. Rigning eða slydda með köflum og hiti 1 til 5 stig, en dálítil snjókoma um landið N-vert með hita í kringum frostmark.

Á sunnudag:
Norðaustan 15-23, en lengst af hægari um landið NA-vert. Víða slydda eða snjókoma, en rigning syðst. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:
Norðaustan stormur eða rok og slydda eða snjókoma, en hægari vindur og rigning S- og A-lands, sums staðar talsverð úrkoma. Hiti 0 til 8 stig.

Á þriðjudag:
Ákveðin norðaustanátt og rigning eða slydda, en þurrt á S- og SV-landi. Hiti 2 til 9 stig.

Á miðvikudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt og dálítil él N- og A-lands. Kólnandi veður.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila