Veðurspáin: Sólríkt í dag en köld vika framundan

Bjart er yfir landinu í dag og sól í flestum landshlutum og einnig þurrt að mestu. Það mun þó koma til með að breytast þegar líða tekur á vikuna en þá verður frost og rigning til skiptis samkvæmt veðurkortunum. Undir lok vikunnar tekur svo að snjóa á austanverðu landinu.

Höfuðborgarsvæðið

Hæg suðlæg átt í dag. Skýjað með köflum en úrkomulítið, hiti 0 til 7 stig. Suðaustan 3-10 og rigning á morgun. Hiti 5 til 9 stig.

Faxaflói

Austlæg átt 3-8 m/s og bjart með köflum en austan og norðaustan 5-13 og rigning á morgun, hvassast V-til. Hiti 1 til 7 stig en heldur hlýrra á morgun.

Landið allt næstu daga

Á miðvikudag:
Breytileg átt og síðan norðan 5-13 með rigningu eða slyddu en styttir upp SV- og V-lands. Hiti 1 til 9 stig, mildast syðst.

Á fimmtudag:
Breytileg átt 3-8 og víða léttskýjað en suðvestan 8-13 norðvestantil um kvöldið. Hiti 0 til 6 stig en um eða undir frostmarki á NA- og A-landi.

Á föstudag:
Suðvestanátt og dálítil væta S- og V-lands en bjart með köflum á A-landi. Norðanátt með ringingu eða slyddu fyrir norðan um kvöldið. Hiti 2 til 8 stig.

Á laugardag:
Norðaustlæg átt og víða þurrt en lítilsháttar rigning sunnantil og með N-ströndinni. Hiti 2 til 6 stig en í kringum frostmark norðaustantil.

Á sunnudag:
Útlit fyrir suðaustanátt, víða rigningu og mildu veðri.

Fylgjast má með þróun veðurs í rauntíma með því að smella hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila