Veðurspáin: Veður fer kólnandi

Nú er rétti tíminn til þess að fara í fataskápinn og taka fram hlýjan klæðnað því veður fer kólandi næstu daga og búast má við snjókomu víða á landinu þegar nær dregur helgi. Á höfuðborgarsvæðinu verður úrkoma þó meira í formi rignar og slyddu.

Höfuðborgarsvæðið

Minnkandi norðanátt, bjart með köflum og vægt frost. Suðvestan 5-10 og él seint í kvöld. Vestan 8-13 og rigning á morgun, hiti 4 til 6 stig. Norðlægari síðdegis, styttir upp og kólnar.

Faxaflói

Minnkandi norðanátt, skýjað og frost 0 til 7 stig. Gengur í suðvestan 5-13 m/s með éljum eða skúrum í kvöld. Vestan 8-13 og rigning á morgun. Hiti 1 til 5 stig. Norðlægari vindur, styttir upp og kólnar seinnipartinn.

Landið allt næstu daga

Á föstudag:
Norðvestan 13-20 m/s austantil fram eftir degi og auk þess él á Norðausturlandi, annars norðlæg eða breytileg átt 3-10 og bjart með köflum. Frost 2 til 10 stig.

Á laugardag:
Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, skýjað með köflum og dálítil él, en að mestu þurrt austanlands. Frost 1 til 9 stig, en hlánar við suðvestur- og vesturströndina.

Á sunnudag:
Suðaustan og austan 5-13 m/s með rigningu eða slyddu og hita um og yfir frostmarki, en snjókomu og vægu frosti á Norðaustur- og Austurlandi.

Á mánudag:
Norðaustlæg átt og él, en bjart með köflum sunnan- og vestantil. Kólnandi veður.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir austlæga átt með snjókomu sunnantil en þurrt að kalla norðanlands.

Hægt er að fylgjast með þróun veðurs í rauntíma með því að smella hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila