Veðurspáin verri en útlit var fyrir – Appelsínugular viðvaranir víða um land

Óvissa um dýpt lægðar sem nú nálgast landið óðfluga gerir það að verkum að spár sem gerðar voru í morgun gera ráð fyrir verra veðri en gert var ráð fyrir í spám næturinnar Áður höfðu gular viðvaranir verið gefnar út nánast um allt land en síðan þá hefur staðan breyst verulega til hins verra.

Veðurspá dagsins fyrir landið allt:

Austlæg átt, víða 15-23 m/s en norðaustan 20-28 á Vestfjörðum. Talsverð rigning en slydda á heiðum norðantil á landinu. Breytileg eða vestlæg átt síðdegis og 20-28 m/s sunnan- og austanlands. Hiti 4 til 12 stig.

Dregur úr vindi og úrkomu á vestanverðu landinu í kvöld, en austantil í nótt og fyrramálið.

Vestlæg átt 5-13 þegar kemur fram á morgundaginn og skúrir eða slydduél í flestum landshlutum. Kólnar í veðri.

Faxaflói

Suðaustan 13-20, en norðaustan 20-25 á Snæfellsnesi. Talsverð rigning og hiti 5 til 11 stig. Norðvestan 20-28 upp úr hádegi, hvassast sunnantil en lægir talsvert og úrkominnna í kvöld. Suðvestan 3-8 og skúrir á morgun, hiti 3 til 8 stig.

Höfuðborgarsvæðið

Suðaustan 10-15 og rigning, en snýst í vestan 18-25 upp úr hádegi. Norðvestan 13-18 seint í dag, en hægari og skúrir í kvöld. Hiti 6 til 11 stig.

Vestan 5-13 á morgun og skúrir, hægari og þurrt undir kvöld. Hiti 3 til 7 stig.

Veðurhorfur næstu daga

Á fimmtudag:
Snýst í austan 5-13 með rigningu, en þurrt á N- og A-landi þangað til síðdegis. Hiti 2 til 8 stig.

Á föstudag:
Austlæg eða breytileg átt 3-8, skýjað og lítilsháttar væta í flestum landshlutum. Hiti 2 til 9 stig, kaldast NA-lands.

Á laugardag:
Austan 10-18 og rigning, en slydda á heiðum N-til á landinu. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:
Suðaustanátt og rigning, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 7 til 13 stig.

Á mánudag:
Suðaustanátt og rigning á SA- og A-landi, en úrkomulítið í öðrum landshlutum.

Sjá viðvaranir með því að smella hér

Sjá má þróun lægðarinnar í rauntíma með því að smella hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila