Munum koma til móts við þá sem ekki geta greitt leigu og alla aðra sem eru í erfiðri stöðu

Ásmundur Einar Daðason félags og barnamálaráðherra.

Stjórnvöld munu koma til móts við þá sem ekki geta greitt leigu um mánaðarmótin vegna erfiðaðra aðstæðna í samfélaginu, auk þess sem fólk í marvíslegum vanda verður aðstoðað með einum eða öðrum hætti. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ásmundar Einars Daðasonar félags og barnamálaráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Ásmundur sem fór ítarlega yfir aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar í þættinum bendir á að til standi að setja upp sérstakt símanúmer þar sem fólk getur komið með ábendingar um sinn vanda svo hægt sé að leysa hann með einhverjum hætti, og að nú þegar sé komið upp netfang vidbragd@frn.is í sama tilgangi. Hægt er að smella hér fyrir ítarlegri upplýsingar.

Hann segir að stjórnvöld standi frammi fyrir mikili áskorun að takast á við vandann sem skapast hefur vegna Kórónuveirufaraldursins 

þetta er mikil áskorun og áreynsla á kerfin en ég er staðráðinn í því að saman ætlum við að fara í gegnum þetta ástand“,segir Ásmundur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila