Til skoðunar að herða sóttvarnaaðgerðir innanlands

Embætti sóttvarnalæknis skoðar nú hvort tilefni sé til þess að herða sóttvarnaaðgerðir innanlands vegna fjölgunar innanlandssmita covid19. Þetta kom fram á blaðamannafundi Almannavarna og sóttvarnalæknis sem fram fór í dag.

Á fundinum kom fram að yfirvöld hafi umtalsverðar áhyggjur af stöðu mála og þvi hefur þegar verið ákveðið að hætta við frekari afléttingu fjöldatakmarkana um sinn og um leið meta hvort herða þurfi sóttvarnir á ný.

Þá kom fram á fundinum að þeir sem hafi flensueinkenni séu í forgangi varðandi skimun en vel komi til greina komi að taka stikkprufur á höfuðborgarsvæðinu verði staðan metin þannig að þess gerist þörf. Rétt er að minna á að nauðsynlegar upplýsingar má nálgast á upplýsingasíðunni Covid.is.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila