Stjórnvöld eru að spila rússneska rúllettu í miðju covid ástandi

Inga Sæland þingmaður og formaður Flokks fólksins.

Íslensk stjórnvöld eru að spila rússneska rúllettu með því að velja ákveðin lönd úr sem sleppa við skimun því þaðan geta farþegar komið frá öðrum löndum sem ekki séu örugg og þar með sloppið án þess að vera skimaðir. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingu Sæland formanns Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar.

Inga segir að hennar fjölskylda hafi sjálf reynslu af því að hafa fengið veiruna og greindi Inga frá því í þættinum hvaða afleiðingar það hefur haft fyrir dóttur hennar að hafa smitast af veirunni

hún er að glíma við þessi frægu eftirköst og þau eru hreinilega ekkert grín, , hún er með síþreytu, hún er alltaf í vinnunni en hún gerir ekkert meira en það, hún dregst varla með veggjum, hún gengur upp á þriðju hæð þar sem hún býr og eftir það nær hún varla andanum, kófsveitt og hreinlega tárast af erfiðleikum við að anda„,segir Inga og nefnir annað dæmi

ef hún ætlar að ryksuga sína litlu íbúð þá er hún varla hálfnuð þegar hún er hnigin niður og komin með mikinn hita„,segir Inga.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila