Íslensk kona lést á Landspítalanum úr COVID-19

Sjötíu og eins árs kona úr Hveragerði lést á Landspítalanum í gær eftir um vikubaráttu við COVID-19 sjúkdóminn, sem er afleiðing hinnar alræmdu Kórónaveiru. Sonur konunnar tjáir sig um andlát móður sinnar á samfélagsmiðlum en þar segir hann meðal annars að aðeins þrír ættingjar konunnar hafi fengið kveðja hana áður en hún lést ein á sjúkrastofu þar sem hún lá í veikindum sínum, tveir ættingjanna voru smitaðir af Kórónaveirunni.

Andlát konunnar er fyrsta staðfesta andlátið hérlendis af völdum COVID-19. Sonur konunnar biðlar í færslu sinni á samfélagsmiðum um að hinn almenni borgari virði þær reglur sem settar hafa verið og fari að tilmælum yfirvalda, en eins og komið hefur fram á blaðamannafundum hefur borið á því að fólk fari ekki að tilmælum yfirvalda.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila