”Ef við þurfum að ganga gegnum víti er best að gera það á sem stystum tíma”

Steve Bannon

Steve Bannon fyrrum kosningastjóri Donald Trumps segir í viðtali við Fox News að besta leiðin sé að taka kórónuveiruna með stóru sleggjunni og kæfa útbreiðslu hennar þegar í byrjun. Kallar hann veiruna CCP-veiruna þar sem CCP stendur fyrir Kommúnistaflokk Kína. Hafnar hann hjarðofnæmisleið og segir að ef ganga þurfi gegnum víti sé best að gera það á sem stystum tíma:


”Við höfum efnahagslegan fellibyl á leiðinni til okkar, Munuchin fjármálaráðherra ræddi um 20% atvinnuleysi. Munum eftir kreppunni miklu 1929 en hrun verðbréfa núna er eins og það var 1929. Roosevelt var kjörinn forseti 3 árum síðar. Atvinnuleysið jókst gríðarlega 1932-1933 en núna hrynur atvinnan strax í næstu viku og vikunni á eftir. Það verður að taka á þessu strax í dag, ég segi að það verði að nota stóru sleggjuna.”


”CCP-veiran sem Kommúnistaflokkur Kína hefur sleppt lausri yfir alla heimsbyggðina ógnar núna öllu heilsufarskerfi New York borgar. Það er þess vegna sem Trump Bandaríkjaforseti og Cuomo fylkisstjóri setja alla krafta í að koma tækjum þangað og senda herskip útbúnum sjúkrastofum sem eru á leiðinni þangað og einnig er herinn notaður til að aðstoða við að finna meira sjúkrarými.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila