Hættan á að ferðamenn smiti er til staðar þrátt fyrir skimanir – Stólum ekki á að fá bóluefni í bráð

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra

Hættan af því að ferðamenn beri með sér smit og smiti þar af leiðandi út frá sér er raunveruleg og til staðar og það eina sem hægt er að gera í stöðunni er að vona það besta. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í þættinum Unga fólkið en hún var gestur Más Gunnarssonar.

Áslaug segir að yfirvöld séu meðvituð um að ferðamenn sem hingað koma, meðal annars frá 14 ríkjum utan Shengen geti borið smit og sæki sömu staði líkt og heimamenn, t,d sundlaugar, verslanir og aðra slíka staði

en þetta snýst um að við verðum auðvitað alltaf að vera á varðbergi og hingað til höfum við ekki fengið fregnir af miklu innanlandssmiti og það er gleðiefni„,segir Áslaug.

Hún segir að stjórnvöld gangi ekki út frá því í sinni vinnu að fundið verði upp bóluefni við veirunni

við tökum þetta bara eitt skref í einu og við erum ekki að hugsa þetta út frá því hvort bóluefni sé í augsýn, þetta snýst um að láta samfélagið ganga og að við getum lifað hér með nokkuð eðilegum hætti, þó með þeim formerkjum að við pössum upp á hreinlæti og smitvarnir„.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila