Uppljóstrari kórónuveirunnar horfin á dularfullan hátt í Kína

Kínverski læknirinn, Ai Fen sem nú er horfin

Kínverski læknirinn, Ai Fen, varaði starfsfélaga sína við útbreiðslu kórónuveirunnar en hefur nú horfið í Kína og er óttast að hún hafi verið handtekin. Fjórir af samlæknum hennar hafa dáið úr kórónuveirunni.
Ai Fen sagði yfirmenn á Wuhan sjúkrahúsinu hafa ”hellt sér á einstaklegan, ógeðfelldan hátt yfir sig” eftir að hún deildi mynd 30. desember s.l. af læknaskýrslu með fyrirsögninni ”SARS kórónuveira”.

Segir hún að henni hafi hryllt við lestur skýrslunnar. Gagnrýndi hún stjórnendur spítalans fyrir að hafa hunsað fyrstu viðvaranir um kórónuveiruna og eftir það hvarf hún að sögn 60 Minutes í Ástralíu. Hvarf hún samtímis sem gagnrýni eykst mjög á ríkisstjórn Kína fyrir að hafa dreift lygum og setið á þýðingarmiklum upplýsingum um viðbrögð gegn veirunni.

Kommúnistaflokkurinn lét þagga í öllum sem greindu frá útbreiðslu veirunnar og refsuðu þeim læknum sem fyrstir sögðu frá veirunni. Yfirvöld sögðu framan af, að veiran gæti ekki dreifst á milli fólks og drógu á langinn með að einangra smituð héruð. Ríkisstjórnin leyfði fjölmennustu nýárshátíð Kínverja að eiga sér stað og 5 milljónum manns að dreifa veirunni áfram erlendis eftir hátíðarhöldin.

Kínverska ríkisstjórnin er harðlega gagnrýnd fyrir að meðvitað dreifa villandi upplýsingum erlendis m.a. að bandarískir hermenn hafi komið með veiruna til Kína. 


Áður en Ai Fen hvarf sagði hún í viðtali við People Magazine:

 ”Ég var sú sem dreifði uppljóstrunum. Þetta sýnir að allir þurfa að hugsa sjálfir og einhver verður að standa upp og segja sannleikann. Heimurinn þarf að heyra aðrar raddir.” 

Núna er búið að fjarlægja viðtalið af heimasíðu blaðsins.
Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila