Milljónir símnotenda hafa ”horfið” hjá þremur stærstu símafélögum Kína

Töluverðar umræður eru á félagsmiðlum um opinberar tölur Kína um útbreiðslu og dánartíðni veirunnar skæðu sem átti upptök sín í Wuhan. Jafnframt koma fréttir um að fólk smitist enn í Kína þvert á yfirlýsingar kommúnistaflokksins sem segir að allt sé í lagi og búið sé að ráða niðurlögum veirunnar.


Jennifer Zeng birtir tölur á twitter yfir fækkun símnotenda China Mobile fyrstu tvo mánuði ársins í Kína. 


”Nýjustu tölur China Mobile sýna að þeir hafa tapað 8.116 milljónum notenda í janúar og febrúar. Hvar eru þessir notendur núna? Fóru þeir til annarra félaga? Eða gátu þeir ekki haldið á símanum þangað sem þeir fóru?”


China Mobile er eitt þriggja stærstu símafélaganna í Kína og þegar Jennifer sagðist ætla að athuga tölur hinna félaganna, þá fékk hún svar frá Allan Well:
”Fjöldi viðskiptavina þriggja stærstu símafélaga í kommúnistaríki Kína fækkaði hratt um 14.472.000 í janúar og febrúar 2020. Fækkunin nam 12.854.000 notendum bara í febrúar. Yfir 14 milljónir manns hurfu síðustu 2 mánuði! Hvert fór fólkið?”



Burtséð frá tölum er ljóst að margir hafa litla trú á opinberum tölum Kommúnistaflokksins sem m.a. birtist í að Ítalía hefur tvöfalt fleiri látna en Kína úr drápsveirunni. 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila