Gæti komið til frekari takmarkanna á komu ferðamanna til landsins

Verði Landspítalinn ekki í stakk búinn til þess að anna þeim svipuðum fjölda sem skimaður hefur verið daglega frá því landamærin voru aftur opnuð um miðjan júní gæti þurft að takmarka þann fjölda á ný sem hleypt er inn í landið daglega.

Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag en þar var meðal annars fjallað um þá stöðu sem upp er komin eftir að Íslensk erfðagreining tilkynnti að skimun yrði hætt frá og með næsta þriðjudegi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði að ekki væri enn ljóst hvort Landspítalinn muni geta annað umfangi skimunar líkt og Íslensk erfðagreining gerði

og því vitum við ekki hvernig þetta verður, við gætum mögulega þurft að setja strangari viðmið við þann fjölda sem hingað fær að koma„,sagði Þórólfur á upplýsingafundinum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila