Nauðsynlegt að passa sérstaklega upp á þá sem standa verst efnahagslega í samfélaginu við þessar aðstæður

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar

Það er gríðarlega mikilvægt að við pössum upp á þá sem standa höllum fæti í samfélaginu við þær fordæmalausu aðstæður sem þjóðir heims takast á við þessa dagana. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar í síðdegisútvarpinu í dag en hún var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Þorgerður segir mjög brýnt að ríkisstjórnin greini sem allra fyrst til hvaða aðferða hún ætli að grípa til þess að verja þá hópa sem standa veikum fótum

það er alveg forgangsatriði að það komi fram hvað á að gera fyrir þennan hóp“,segir Þorgerður. 

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila