Þrír starfsmenn Alþingis smitaðir og í einangrun

Viðbragðsteymi Alþingis greindi frá því síðdegis í dag að niðurstaða úr skimun hefur leitt í ljós að tveir starfsmenn skrifstofunnar hafa bæst í hóp þeirra sem eru smitaður af kóróna-veirunni, en einn var smitaður fyrir eins og greint var frá 17. mars sl. Fram kemur í tilkynningu frá Alþingi að báðir þessir starfsmenn hafi verið komnir í sóttkví vegna samskipta við þann sem smitaðist fyrst, en starfsmennirnir þrír hafa starfsstöð í sama húsi, Skúlahúsi, við Kirkjustræti. Þá segir í tilkynningunni

Smitun er eftir því sem best er vitað eingöngu bundin við það hús. Annað starfsfólk hefur ekki verið sett í sóttkví af smitrakningarteymi Almannavarna í framhaldi af þessu smiti. Þeim sem hafa verið í samskiptum við starfsmennina hefur verið greint frá stöðunni.

Enn eru tveir starfsmenn skrifstofunnar í fyrirskipaðri sóttkví eftir að hafa verið í samskiptum við smitaða einstaklinga utan Alþingis, en báðir þessir starfsmenn eru þó frískir.

Nokkrir þingmenn og starfsfólk eru í sjálfskipaðri sóttkví eða smitvari vegna aðstæðna, ýmist af persónulegum heilsufarsástæðum eða einhvers nákomins.

Í tilkynningunni er einnig greint frá því hvernig sóttvörnum er háttað innan þingsins

þegar þörf er á fundum í fastanefndum eða þingflokkum er áhersla lögð á að fundirnir séu sem mest með fjarfundabúnaði. Sem fyrr er áhersla lögð á að starfsfólk í einstökum einingum skiptist á að vinna heima til að reyna að fyrirbyggja að heil starfseining lamist algjörlega. Allir fundir starfsfólks fara fram með fjarfundabúnaði.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila