Kórónuveirufaraldurinn: Tíu á gjörgæslu og sjö í öndundarvél

Tíu einstaklingar liggja á gjörgæslu vegna COVID-19 sjúkdómsins eftir að hafa smitast af Kórónuveirunni en alls hafa greinst 1086 einstaklingar hér á landi með veirunna, en af þeim eru nú sem stendur 30 á sjúkrahúsi, 927 í einangrun og 9.2369 manns eru í sóttkví.

Af þeim sem hafa greinst með veiruna eru 157 einstaklingar sem teljast hafa náð bata og þá hafa 5.427 lokið sóttkví. Sýnatöku halda áfram, bæði af hálfu heilsugæslunnar og Íslenskrar erfðagreiningar en tekin hafa verið 16.484 sýni alls.

Eitt andlát hingað til hefur verið staðfest í tengslum við COVID-19 hér á landi en enn er beðið niðurstöðu um hvort andlát erlends ferðamanns á Húsavík fyrr í mánuðinum hafi tengst sjúkdómnum en hann greindist með veiruna.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila