Átta einstaklingar á gjörgæslu vegna Kórónuveirunnar – Smit á sængurlegudeild

Átta einstaklingar liggja nú á gjörgæslu vegna COVID-19 sjúkdómsins eftir að hafa smitast af Kórónuveirunni. Smit hefur verið greint hjá einstaklingi, föður sem var gestkomandi á sængulegudeild Landspítalans vegna fæðingar barns hans og eiginkonu hans, en maðurinn og konan höfðu verið á sjúkrahúsinu í fimm daga þegar hann greindist.

Nú hafa alls greinst 963 einstaklingar hér á landi með veirunna, en af þeim eru 19 á sjúkrahúsi, 849 í einangrun og 9.908 manns eru í sóttkví. Af þeim sem hafa greinst með veiruna eru 114 einstaklingar sem teljast hafa náð bata og þá hafa 3.991 lokið sóttkví.

Sýnatöku hafa haldið áfram og munu fara fram einnig næstu daga en tekin hafa verið 14.635 sýni alls. Eins og áður hefur komið fram er eitt staðfest andlát í tengslum við COVID-19 hér á landi en enn á eftir að staðfesta hvort andlát erlends ferðamanns á Húsavík hafi tengst sjúkdómnum en hann greindist með veiruna.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila