Ekki heppilegt að yfirvöld ali á ótta gagnvart veirunni

Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra

Það er ekki heppilegt að yfirvöld ali á ótta gagvart kórónaveirunni sem veldur covid19 sjúkdómnum og gæta verður meðalhófs þegar teknar eru ákvarðanir um samkomutakmarkanir eða þegar þarf að hefta frelsi einstaklinga á annan hátt.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigríðar Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Ernu Ýrar Öldudóttur. Sigríður segir einnig að það skilaboð yfirvalda í tengslum við sóttvarnir mættu vera nákvæmari og jákvæðari

það mætti til dæmis hamra meira á því hvernig best sé að standa að handþvotti og svo mætti til dæmis fara betur yfir það hvernig nota eigi grímurnar og hvort það sé nauðsynlegt að nota þær þegar það fer tvennum sögum af því, það mætti líka hafa meira í hávegum frelsi einstaklinganna í tengslum við þær aðgerðir sem gripið er til„,segir Sigríður.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila