Vel gengur að manna stöður í skóla og frístundastarf í borginni

Vel hefur gengið að manna stöður í skóla og frístundastarf í Reykjavík í haust og eru góðar horfur á að það náist að manna í allar stöður innan skamms tíma. Ráðið hefur verið í 94,5% stöðugilda í leikskólum, 98,2% í grunnskólum og 80,2% í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum sem ætlaðar eru fólki með sérþarfir.

Staðan þann 20. ágúst var þannig að óráðið var í 76 grunnstöðugildi í 63 leikskólum borgarinnar, um 40 stöðugildi í grunnskólun 36 grunnskólum og 62 stöðugildi í 40 frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum sem svara til 137 starfsmanna í hálft starf.

Ef horft er á ráðningartölfræði frá því í fyrra og hún borin saman við tölfræðina núna er staðan í ráðningarmálum skóla og frístundastarfs svipur og hún var í fyrra á sama tíma, þó gangi nokkuð hægar að ráða í stöður innan grunnskólanna nú en í fyrra. Á móti kemur að hraðar gengur að manna stöður í leikskólum borgarinnar nú en í fyrra.

Deila