Vel hægt að hemja báknið og gera kerfin skilvirkari

Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins.

Það er vel hægt að taka á þeirri þenslu báknsins sem færist sífelt í aukanna og virðist soga til sín óendanlegt fjármagn. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Karls Gauta Hjaltasonar þingmanns Miðflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Ernu Ýrar Öldudóttur.

Karl bendir á að hann hafi á langri reynslu sinni innan stjórnsýslunnar orðið var við mikið bruðl. Hann segir að til dæmis sé eftirlitsiðnaðurinn búinn að þenjast mjög mikið út og því sé yfirleitt háttað þannig að eftirlitið sé staðsett annars staðar en þar sem eftirlitið fari fram, þannig séu starfsmenn sendir með tilheyrandi kostnaði á þá staði sem verið er að hafa eftirlit með.

Hann segir að bæði væri hagt að sameina stofnanir þegar kemur að slíku eftirliti og hagræða með því að nýta vinnuafl í hverri heimabyggð til þess að sinna eftirlitinu. Þá sé hægt að spara á fleiri sviðum, til dæmis sé mikil sóun þegar kemur að umhverfismálum og farið sé í verkefni án þess að nægileg rök liggi fyrir þeim verkefnum, til dæmis að grafa ofan í skurði til að endurheimta votlendi

það hefði þurft að rannsaka mun betur hvort kolefnislosunin sé eins mikil og sagt er á slíkum svæðum áður en menn hófust handa við að fylla ofan í skurðina„.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila