Velferðarímyndin fölnuð: Svíþjóð með lélegustu atvinnuleysisbætur á Norðurlöndum og í sjötta neðsta sæti ESB

Svíþjóð er ekki lengur það velferðarríki sem jafnaðarmenn gorta sig af. Jafnaðarmenn Svíþjóðar hafa keyrt hlutina í botn og Svíþjóð með lélegustu atvinnuleysisbætur á Norðurlöndum.

Eitthvað virðist hin stórskorna ímynd Svíþjóðar sem velferðarríki orðin fölnuð, því í nýrri athugun OECD yfir atvinnuleysistryggingar og bætur innan ESB, þá eru 21 ríki af 27 aðildarríkjum ESB með hærri atvinnuleysisbætur en Svíþjóð. TT greinir einnig frá því, að Svíþjóð sé með lélegustu atvinnuleysisbætur á Norðurlöndum.

Lúxumborg og Portúgal eru í efstu sætum með 93% greiðslu meðaltekna í atvinnuleysisbætur og Malta og Rúmenía eru neðst með 61% og 65%. Einungis fimm lönd innan Evrópusambandsins greiða lægri atvinnuleysisbætur en Svíþjóð sem þýðir að 21 af 27 ríkjum ESB hafa hærri atvinnuleysisbætur en Svíþjóð.

Gildir ekki lengur að Svíþjóð sé með gott velferðarkerfi

Samuel Engblom hjá TCO (líkt BSRB) segir við Europaportalen“þeir sem verða atvinnulausir fá lágar bætur. Það er í rauninni búið að taka burtu reglur um tekjumissinn úr atvinnuleysistryggingakerfinu og að miklu leyti einnig úr öðrum opinberum tryggingarkerfum. Myndin sem við höfum í Svíþjóð að félagstryggingar okkar og atvinnuleysisbætur séu sérstaklega góðar gildir ekki lengur.”

Magnus Persson þingmaður Svíþjóðardemókrata segir að kerfið hafa verið gallað í lengri tíma: „Svíþjóðardemókratar vilja hækka atvinnuleysisbæturnar upp í 1.200 sek á dag fyrstu 100 dagana. Við viljum einnig að ríkið sjái um greiðslur atvinnuleysisbóta úr skattakerfinu, þar sem við teljum þær vera hluta af velferðarríkinu.”

Ísland með hæstu atvinnuleysisbætur á Norðurlöndum

Séu Norðurlöndin sérstaklega athuguð kemur í ljós að Ísland er með hæstu atvinnuleysisbæturnar á undan Noregi, Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð:

 • Ísland 84%
 • Noregur 83%
 • Danmörk 80%
 • Finnland 80%
 • Svíþjóð 75%

Ríki Evrópusambandsins

 • Lúxumborg 93%
 • Portúgal 93%
 • Lettland 92%
 • Tékkaland 92%
 • Þýskaland 90%
 • Búlgaría 89%
 • Litháen 89%
 • Slóvakíen 88%
 • Kýpur 85%
 • Frakkland 85%
 • Króatía 85%
 • Ítalía 84%
 • Spánn 84%
 • Slóvenía 83%
 • Holland 81%
 • Belgía 80%
 • Danmörk 80%
 • Estland 80%
 • Finnland 80%
 • Austurríki 78%
 • Ungverjaland 75%
 • Svíþjóð 75%
 • Grikkland 71%
 • Írland 68%
 • Pólland 67%
 • Rúmenía 65%
 • Malta 61%

Athugasemdir

athugasemdir

Deila