Velferðarkerfið okkar ræður ekki við að taka á móti heiminum

Bergþór Ólason

Velferðakerfið á Íslandi ræður ekki við að taka á móti miklum fjölda hælisleitenda eða flóttamanna og því þarf að nálgast þau mál með ábyrgum hætti. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Bergþórs Ólasonar þingmanns og oddvita Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Bergþór segir að þær fyrirætlanir sem hér hafa verið í þessum málaflokki myndu skapa mjög mikið álag á velferðarkerfið ofan á það mikla álag sem nú þegar sé til staðar. Hann segir að þær raddir sem bendi á að vel hafi gengið að taka á móti miklum fjölda fólks í öðrum löndum á svipuðum forsendum og fráfarandi ríkisstjórn vill viðhafa séu umdeildar.

Hann segir að til dæmis sé því haldið fram að fyrirkomulagið í Portúgal hafi gengið vel fyrir sig:

en það er nú reyndar mjög umdeilt hvort og hversu vel hafi gengið þar, kerfið hérna er bara ekki í stakk búið til þess að taka á móti heiminum„,segir Bergþór.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila