Velta skattsvika og skipulagðrar glæpastarfsemi nemur 110 milljörðum á ári

Ásgeir Karlsson aðstoðar yfirlögregluþjónn hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra og Birgir Jónasson löglærður fulltrúi greiningadeildar Ríkislögreglustjóra og umsjónarmaður áhættumats á peningaþvætti og hryðjuverkum

Velta af skattsvikum og skipulagðri glæpastarfsemi er um 110 milljarðar á ári hér á landi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ásgeirs Karlssonar aðstoðar yfirlögregluþjóns hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra og Birgis Jónassonar löglærðs fulltrúa greiningadeildar Ríkislögreglustjóra og umsjónarmanns áhættumats á peningaþvætti og hryðjuverkum, í síðdegisútvarpinu í dag en þeir voru gestir Arnþrúðar Karlsdóttur.

Í þættinum kom fram að velta skattsvika væri um 100 milljarðar og að velta af skipulagðri glæpastarfsemi næmi um 10 milljörðum á ársgrundvelli og segir Birgir að ljóst sé að umfangið sé gríðarlegt

í dag eru hér einstaklingar og hópar sem eru að velta gríðarlegum fjárhæðum í þessum bransa“,segir Birgir.


Skipulögð glæpastarfsemi ein mesta ógnin við öryggi ríkisins


Skipulögð glæpastarfsemi hefur færst töluvert í aukanna á undanförnum árum og er nú svo komið að hún er talin ein mesta ógnin við öryggi ríkisins að náttúruhamförum undanskildum

afleiðingarnar af skipulagðri glæpastarfsemi eru það alvarlegar og hefur svo djúp áhrif í samfélaginu, á þá sem ánetjast fíkniefnum, aðstandendur þeirra sem síðan hefur gríðarleg áhrif á samfélagið allt“,segir Ásgeir.

Þeir segja að stór hluti þeirra brota sem tengist skipulagðri glæpastarfsemi tengist erlendum aðilum sem hingað koma

það má búast við því að það færist enn í aukanna og komi til með að verða mjög mikið vandamál ef ekkert er að gert“.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila